Tveir dagar í EM og mikil óvissa með lykilmenn Færeyja
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Oli Mittun ((Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Óli Mittún leikmaður GOG Håndbold í Danmörku og einn öflugasti handknattleiksmaður Færeyja, æfði ekkert með landsliðinu í Þórshöfn í dag. Hann fór af leikvelli eftir 20 mínútur í viðureign Færeyinga og Ítala á sunnudaginn vegna meiðsla í hálsi. Meiðsli Óla koma ofan í óvissu vegna axlarmeiðsla Elias Ellefsen á Skipagøtu sem hann hlaut í leik með THW Kiel 20.desember síðastliðinn. Óli og Elias, eru sannkallaðir lykilmenn færeyska landsliðsins sem hefur keppni á Evrópumótinu á föstudaginn.

Færeyska handknattleikssambandið vonast til þess að meiðsli Óla séu ekki alvarleg. Óvíst er hversu mikið Óli æfir með færeyska landsliðinu fyrir fyrsta leik liðsins á mótinu og þá er enþá mikil óvissa með meiðsli Elíasar Ellefsen.

Peter Bredsdorff, landsliðsþjálfari Færeyja ræddi við Færeyska fjölmiðla í dag og tjáði sig stöðu hópsins við og meiðsli Elísar Ellefsen.

,,Í besta falli verður Elías varamaður í einum af þremur leikjunum í Osló. Nú munu Pauli Mittún og Rói á Skiptagøtu Ellefsen fá tækifæri til að taka að sér stærra hlutverk en þeir myndu venjulega hafa."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top