Oli Mittun ((Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)
Óli Mittún leikmaður GOG Håndbold í Danmörku og einn öflugasti handknattleiksmaður Færeyja, æfði ekkert með landsliðinu í Þórshöfn í dag. Hann fór af leikvelli eftir 20 mínútur í viðureign Færeyinga og Ítala á sunnudaginn vegna meiðsla í hálsi. Meiðsli Óla koma ofan í óvissu vegna axlarmeiðsla Elias Ellefsen á Skipagøtu sem hann hlaut í leik með THW Kiel 20.desember síðastliðinn. Óli og Elias, eru sannkallaðir lykilmenn færeyska landsliðsins sem hefur keppni á Evrópumótinu á föstudaginn. Færeyska handknattleikssambandið vonast til þess að meiðsli Óla séu ekki alvarleg. Óvíst er hversu mikið Óli æfir með færeyska landsliðinu fyrir fyrsta leik liðsins á mótinu og þá er enþá mikil óvissa með meiðsli Elíasar Ellefsen. Peter Bredsdorff, landsliðsþjálfari Færeyja ræddi við Færeyska fjölmiðla í dag og tjáði sig stöðu hópsins við og meiðsli Elísar Ellefsen. ,,Í besta falli verður Elías varamaður í einum af þremur leikjunum í Osló. Nú munu Pauli Mittún og Rói á Skiptagøtu Ellefsen fá tækifæri til að taka að sér stærra hlutverk en þeir myndu venjulega hafa."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.