KA skoraði mark gegn Fram með átta leikmenn inná
Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið sagði í gær frá atviki úr leik Fram og KA í 6.umferð Olís-deildar karla sem fram fór á föstudagskvöldið þar sem KA menn voru með átta leikmenn inná vellinum í stöðunni 32-30 og tæplega mínúta til leiksloka.

Hvorki dómarar leiksins né Guðjón L. Sigurðsson eftirlitsmaður leiksins urðu varir við atvikið og því hélt leikurinn áfram án þess að KA mönnum hefði verið refsað fyrir. KA unnu leikinn að lokum 34-30.

Eftir að frétt Handkastsins fór í loftið í gærmorgun var okkur bent á að þetta var ekki einsdæmi í leiknum því KA skoruðu mark með átta leikmenn inná vellinum í fyrri hálfleik.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson kom KA í 12-10 í fyrri hálfleik með marki úr vítakasti. Fyrir aftan miðju voru síðan sex útileikmenn KA auk Bruno Bernat markmanns KA.

Er þetta annað atvikið á viku þar sem lið kemst upp með að skora mark með átta leikmenn inná vellinum því í síðustu viku skoraði ÍBV mark í Olís-deild kvenna með átta leikmenn inná.

Atvikið úr leik Fram og KA er hægt að sjá hér að neðan úr tveimur sjónarhornum.

Reynir Stefánsson formaður dómaranefndar hlýtur að klóra sér í hausnum og kalla til neyðarfundar þar sem farið er yfir þessi atvik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top