Á leið frá Kolstad til PSG?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Simen Lyse (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Norska vinstri skyttan, leikmaður Kolstad og norska landsliðsins, Simen Lyse er orðaður við stórlið PSG.

Það er RThandball sem greinir frá á Instagram síðu sinni og segir TV 2 í Noregi hafa heimildir fyrir því að Simen Lyse gangi í raðir PSG frá norska stórliðinu Kolstad næsta sumar.

Simen Lyse er fæddur árið 2000 og hefur verið í norska landsliðinu undanfarin ár. Þar hefur hann spilað 36 landsleiki og skorað 111 mörk.

Lyse er lykilmaður í liði Kolstad sem hefur ekki náð að stíga það skref sem félag sem margir héldu fyrir nokkrum árum þegar félagið sótti til sín reynslu mikla leikmenn á borð við Sigvalda Björn Guðjónsson, Janus Daða Smárason, Sander Sagosen, Torbjörn Bergerud, Magnus Gullerud og fleiri leikmenn.

Það yrði mikið áfall fyrir Kolstad að missa Simen Lyse til PSG næsta sumar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top