Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 12.umferð fari í Olís deild karla. Valur – Stjarnan (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Valur Heitasta lið deildarinnar er sennilega Valur þessa stundina. Stjarnan vann virkilega öruggan og lífsnauðsynlegan sigur á Fram í síðustu umferð. Valsmenn verða þó of stór biti fyrir Garðbæinga í þessum leik og Arnór Snær Óskarsson hendir í aðra sýningu KA – Selfoss (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: KA Bæði lið koma high flying inn í þennan leik eftir sigra í síðustu umferð. KA unnu grannaslaginn meðan Selfoss gerði góða ferð í Mosfellsbæinn. KA verið erfiðir heim að sækja í vetur og Selfoss fara tómhentir heim frá Akureyri. Afturelding – Haukar (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Haukar Stórleikur umferðarinnar. Liðin sem hafa verið að skiptast á toppsætinu í allan vetur mætast í Mosfellsbæ. Aftureldingu hefur aðeins fatast flugið undanfarið meðan Haukar sitja einir á toppnum. Haukur munu fara upp í Mosfellsbæ og vinna. HK – ÍBV (Föstudagur 18:30) / Sigurvegari: HK Tvö ísköld lið að mætast. HK tapað leikjum virkilega illa undanfarið meðan ÍBV hefur ekki náð að finna mojo-ið sitt eftir að Elís Þór meiddist. Ég held að HK muni bíta í skjaldarrendur, peppa sig saman og vinna Eyjamenn. Fram – FH (Föstudagur 19:00) / Sigurvegari: FH Fram eru í miklu álagi þessa dagana. Evrópuleikur í Portúgal á þriðjudagskvöldið og svo heimaleikur gegn FH 3 dögum seinna. Fram tapaði illa gegn Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik meðan FH hefur verið á fínu run-i. Ég held það run haldi áfram og FH vinni þennan leik. ÍR– Þór (Laugardagur 18.30) / Sigurvegari: ÍR Tímabilið undir hjá ÍR í þessum leik. Mesti „must win“ leikur vetrarins. Ef ÍR tapar þessum leik eru þeir sennilega á leiðinni í Grill 66 deildina. Þór verða einnig að vinna þennan leik til að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Ég held því miður fyrir Þórsara að fyrsti sigur ÍR komi á laugardaginn. 11.umferð (4.réttir)
10.umferð (5 réttir)
9.umferð (4 réttir)
8.umferð (5 réttir)
7.umferð (3 réttir)
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.